29. mars 2024 kl. 15:41
Íþróttir
Fótbolti

Vals­kon­ur Lengju­bik­ar­meist­arar eftir sigur á Blikum

Valur varð í dag Lengjubikarmeistari kvenna í fótbolta 2024. Liðið hafði betur gegn Breiðabliki, 2-1, í úrslitaleiknum. Lengjubikarinn er síðasta æfingamótið sem spilað er áður en keppni í Bestu deildinni hefst 25. apríl.

Valskonur eru ríkjandi Íslandsmeistarar en það voru Blikar sem komust yfir á 8. mínútu með marki frá Vigdísi Lilju Kristjánsdóttur.

Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir minnkaði muninn fyrir Val á 24. mínútu og örskömmu síðar hafði Amanda Andradóttir komið Völsurum yfir. 2-1 stóð í hálfleik og raunar líka þegar flautað var til leiksloka því engin urðu mörkin í seinni hálfleik.

Íslandsmeistarar Vals 2023
Mummi Lú