Tottenham og West Ham skildu jöfn í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta í kvöld, 1-1. Tottenham er því tveimur stigum á eftir Aston Villa sem er í fjórða sæti. Það sæti er það síðasta sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næst ári.
EPA / Tolga Akmen
Brennan Johnson kom Tottenham yfir með marki af stuttu færi eftir fyrirgjöf Timo Werner. West Ham liðar jöfnuðu með skallamarki Kurt Zouma og þar við sat. Mörkin komu á fimmtu og nítjándu mínútu leiksins. West Ham er í sjöunda sæti deildarinnar.