2. apríl 2024 kl. 21:09
Íþróttir
Fótbolti

Totten­ham mis­stigu sig í Meist­ara­deild­ar­bar­átt­unni

Tottenham og West Ham skildu jöfn í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta í kvöld, 1-1. Tottenham er því tveimur stigum á eftir Aston Villa sem er í fjórða sæti. Það sæti er það síðasta sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næst ári.

Knattspyrnumaðurinn Richarlison fagnar marki sínu fyrir Tottenham gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í desember 2023.
EPA / Tolga Akmen

Brennan Johnson kom Tottenham yfir með marki af stuttu færi eftir fyrirgjöf Timo Werner. West Ham liðar jöfnuðu með skallamarki Kurt Zouma og þar við sat. Mörkin komu á fimmtu og nítjándu mínútu leiksins. West Ham er í sjöunda sæti deildarinnar.

Önnur úrslit
Newcastle 1 - 1 Everton
Nottingham Forest 3 - 1 Fulham
Bournemouth 1 - 0 Crystal Palace
Burnley 1 - 1 Wolves

Aðrir eru að lesa