26. apríl 2024 kl. 21:36
Íþróttir
Handbolti

Vals­kon­ur komnar í góða stöðu gegn ÍBV

ÍBV og Valur mættust í öðrum leik sínum í undanúrslitum úrslitakeppni kvenna í handbolta í kvöld. Valskonur eru ríkjandi Íslandsmeistarar og unnu fyrsta leik liðanna. Þær höfðu líka betur í kvöld og eru komnar í 2-0 í einvíginu.

Valur náði forystunni snemma leiks og lét hana aldrei af hendi. Níu mörkum munaði á liðunum í hálfleik og sigur Vals var öruggur að lokum, 34-23.

Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst Valskvenna með 11 mörk.

Þórey Anna Ásgeirsdóttir leikmaður kvennaliðs Vals í handbolta.
RÚV / Mummi Lú

Bæði Valur og Haukar eru komin í 2-0 í einvígum sínum við ÍBV og Fram og geta því tryggt sig inn í úrslitaeinvígið með sigri í þriðja leik sem spilaðir verða næsta þriðjudag.