Sigdís Eva Bárðardóttir leikmaður Víkings í Bestu deild kvenna í fótbolta er á leið til sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping. Í fréttatilkynningu frá Víkingi sem send var út í dag kemur fram að Víkingur hafi samþykkt tilboð sænska félagsins.
Sigdís gengur í raðir Norrköping á næstu dögum að því er fram kemur í tilkynningu Víkings.