5. júlí 2024 kl. 13:11
Íþróttir
Fótbolti

Sigdís Eva á leið til Norrköping

Fótboltakonan Sigdís Eva Bárðardóttir í leik með Víking gegn Stjörnunni í Bestu deild kvenna 2024
RÚV / Mummi Lú

Sigdís Eva Bárðardóttir leikmaður Víkings í Bestu deild kvenna í fótbolta er á leið til sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping. Í fréttatilkynningu frá Víkingi sem send var út í dag kemur fram að Víkingur hafi samþykkt tilboð sænska félagsins.

Sigdís gengur í raðir Norrköping á næstu dögum að því er fram kemur í tilkynningu Víkings.