Haukur Þrastarson, landsliðsmaður í handbolta, hefur skrifað undir hjá rúmenska liðinu Dinamo Búkarest. Þangað fer hann frá Kielce í Póllandi þar sem hann hefur verið frá 2020.
Á tíma sínum hjá félaginu varð hann þrisvar pólskur meistari en varð í tvígang fyrir því óláni að slíta krossband.
Dinamo Búkarest hefur unnið rúmensku deildina átta ár í röð og tekur þátt í Meistaradeild Evrópu í vetur.