Natasha skrifar undir hjá Íslandsmeisturunum
Natasha Moraa Anasi, landsliðskona í fótbolta, er gengin til liðs við Val frá norska félaginu Brann. Natasha gekk í raðir Brann frá Breiðabliki í fyrra en sleit hásin skömmu síðar og missti af stærstum hluta tímabilsins það árið.
Hún kom fyrst til Íslands frá Bandaríkjunum 2014 og spilaði með ÍBV og Keflavík áður en hún færði sig í Kópavoginn. Hún fékk íslenskan ríkisborgararétt 2019 og ári síðar spilaði hún sinn fyrsta leik fyrir íslenska landsliðið.
Natasha var í byrjunarliðinu í 3-0 sigri á Þýskalandi á föstudag. Það var hennar fyrsti landsleikur í um tvö og hálft ár og sá sjötti í heildina. Í þeim hefur hún skorað eitt mark.
Valur er sem stendur í öðru sæti Bestu deildar kvenna með 33 stig eins og topplið Breiðabliks sem er þó með betri markatölu. Þessi tvö lið mætst í úrslitaleik bikarkeppninnar í ágúst.