20. júlí 2024 kl. 18:41
Íþróttir
Fótbolti

Kveður KA með sigurmarki gegn Víkingi

KA vann Víking í Bestu deild karla í dag, 1-0.

Eina mark leiksins skoraði Sveinn Marger Hauksson á 87. mínútu, hann fékk þá boltann úti hægra megin, keyrði inn á teig Víkinga og skoraði með góðu skoti.

Sveinn Margeir var að spila sinn síðasta leik með KA í sumar líkt og Birgir Baldvinsson þar sem þeir eru báðir á leið í háskólanám í Bandaríkjunum.

Sveinn Margeir Hauksson og Aron Elís Þrándarson í bikarúrslitaleik Víkings og KA í knattspyrnu karla
Sveinn Margeir skoraði mark KA í dagRÚV / Mummi Lú

KA er komið í sjöunda sæti deildarinnar með sigrinum en Víkingar eru sem fyrr á toppnum með 33 stig. Valsmenn, sem eiga leik inni, geta minnkað forskot þeirra niður í tvö stig.