21. júlí 2024 kl. 17:57
Íþróttir
Fótbolti

Fylkir lyfti sér upp úr botnsætinu

Fylkir

Fylkir vann kærkominn sigur á Tindastóli í Bestu deild kvenna í dag. Leiknum lauk með 4-1 sigri Fylkis sem vann þar með sinn annan leik á Íslandsmótinu í ár og fór með honum upp í 9. sæti deildarinnar. Þar hefur Fylkir níu stig, jafnmörg og Keflavík sem nú vermir botnsætið. Tindastóll er í 8. sæti með 11 stig eftir 13 umferðir.

Jordyn Rhodes kom Tindastóli yfir í leiknum í dag en Abigail Boyan jafnaði í 1-1 fyrir Fylki í lok fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik léku Fylkiskonur svo á als oddi. Helga Guðrún Kristinsdóttir, Guðrún Karitas Sigurðardóttir og Kolfinna Baldursdóttir skoruðu þá allar sitt markið hver og Fylkir vann leikinn 4-1.