31. júlí 2024 kl. 16:26
Íþróttir
Ólympíuleikar 2024

Shericka Jackson dregur sig úr keppni í París

Hin jamaíska Shericka Jackson fagnar mótsmeti í 200 metra hlaupi á HM í Búdapest 2023
Shericka JacksonEPA / Robert Ghement

Ein stærsta stjarna frjálsíþróttanna og liðs Jamaíku, Shericka Jackson, hefur dregið sig úr keppni í 100 metra spretthlaupi kvenna á Ólympíuleikunum í París. Jackson, sem er tvöfaldur heimsmeistari í 200 metra hlaupi, tilkynnti ákvörðun sína á blaðamannafundi í dag. Hún sagði að ekki væri um meiðsli að ræða heldur vilji hún einbeita sér alfarið að keppni í 200 metrunum. Ekki liggur fyrir hvort Jackson tekur þátt í 4x100 metra boðhlaupi með jamaísku sveitinni.