1. ágúst 2024 kl. 15:12
Íþróttir
Ólympíuleikar 2024

Alcaraz í undanúrslit í tennis

Carlos Alcaraz frá Spáni keppir í tennis á Ólympíuleikunum í París 2024
EPA / Daniel Irungu

Spánverjinn Carlos Alcaraz er kominn í undanúrslit í tennis á Ólympíuleikunum í París. Alcaraz hafði betur gegn Bandaríkjamanninum Tommy Paul í frábærum leik.

Það hefur verið mikið álag á Alcaraz á mótinu en hann keppti einnig í tvíliðaleik ásamt Rafael Nadal en þeir féllu úr keppni í gær.

Alcaraz hafði betur í tveimur settum í dag gegn Paul. Hann mun mæta Casper Ruud eða Félix Auger-Aliassime í undanúrslitum sem verða leikin á morgun.