3. ágúst 2024 kl. 14:59
Íþróttir
Ólympíuleikar 2024

Carlos Yulo fyrsti karlinn til þess að vinna Ólympígull fyrir Filippseyjar

Fimleikamaðurinn Carlos Yulo frá Filippseyjum
Fimleikamaðurinn Carlos Yulo tvöfaldar fjölda gullverðlauna sem Filippseyjar hafa unnið á Ólympíuleikum.EPA / Adam Vaughan

Fimleikamaðurinn Carlos Yulo vann úrslit á gólfæfingum í áhaldafimleikum. Yulo er besti fimleikamaður sem Filippseyjar hafa átt. Yulo hefur lengi lofað góðu en sjaldnast tekist að sýna sínar bestu hliðar í úrslitum á stórmótum.

Þetta eru önnur gullverðlaunin sem Filippseyjar vinna á Ólympíuleikum. Þau fyrstu vann Hidilyn Diaz í ólympískum lyftingum.

Fimleikamaðurinn Carlos Yulo frá Filippseyjum vann gullverðlaun í úrslitum í gólfæfingum í áhaldafimleikum á Ólympíuleikunum í París 2024.
Carlos Yulo er Ólympíumeistari.EPA / Yahya Arhab