24. september 2024 kl. 13:50
Íþróttir
Fótbolti

Freyr verður áfram hjá Kortrijk

Freyr Al­ex­and­ers­son verður áfram þjálfari hjá Kortrijk í Belg­íu. Þetta staðfestir hann í stuttri frétt á vefsíðu belgíska félagsins. Freyr hefur undanfarna daga verið orðaður við stöðu þjálfara hjá velska liðinu Cardiff sem leikur í ensku B-deildinni.

Feyr Alexanderson í viðtali við Björn Malmquist í Belgíu
Freyr AlexanderssonRÚV

„Ég er ekki í viðræðum við Cardiff og er ekki að fara neitt,“ segir Freyr. Belgíska blaðið Het Laatste Nieuws sagði í grein í dag að Freyr væri mögulega að taka við Cardiff og að hann hefði farið til Wales í síðustu viku til að ræða við forsvarsmenn félagsins. Blaðið bætti við að Freyr hefði logið því að hann væri fjarverandi vegna veikinda. Freyr svaraði fyrir þær sögur á samfélagsmiðlinum X í morgun sem hann sagði lygi.