Freyr verður áfram hjá Kortrijk
Freyr Alexandersson verður áfram þjálfari hjá Kortrijk í Belgíu. Þetta staðfestir hann í stuttri frétt á vefsíðu belgíska félagsins. Freyr hefur undanfarna daga verið orðaður við stöðu þjálfara hjá velska liðinu Cardiff sem leikur í ensku B-deildinni.
„Ég er ekki í viðræðum við Cardiff og er ekki að fara neitt,“ segir Freyr. Belgíska blaðið Het Laatste Nieuws sagði í grein í dag að Freyr væri mögulega að taka við Cardiff og að hann hefði farið til Wales í síðustu viku til að ræða við forsvarsmenn félagsins. Blaðið bætti við að Freyr hefði logið því að hann væri fjarverandi vegna veikinda. Freyr svaraði fyrir þær sögur á samfélagsmiðlinum X í morgun sem hann sagði lygi.
𝗙𝗥𝗘𝗬𝗥 𝗕𝗟𝗜𝗝𝗙𝗧 𝗖𝗢𝗔𝗖𝗛 𝗞𝗩 𝗞𝗢𝗥𝗧𝗥𝗜𝗝𝗞
— KV Kortrijk (@kvkofficieel) September 24, 2024
"Ik voer geen gesprekken met Cardiff en een vertrek is niet aan de orde. Samen met onze fans, spelers & staf werken we hard verder aan de toekomst van KVK"
📝De volledige communiqué via de link ⬇️https://t.co/cn579uXzxv pic.twitter.com/f6qsRJAOJi