4. október 2024 kl. 21:49
Íþróttir
Handbolti

Fyrsti sigur Selfoss í hús

Einn leikur var í Olísdeild kvenna í kvöld þegar nýliðar Selfoss tóku á móti ÍR. Selfoss vann 1. deildina með yfirburðum á síðustu leiktíð en hafði tapað þremur fyrstu leikjum sínum í Olísdeildinni.

Í kvöld hafði liðið hins vegar undirtökin gegn ÍR frá upphafi til enda. Selfoss var 12-8 yfir í leikhléi og vann svo með 25 mörkum gegn 22.

Selfoss er nú með 2 stig eins og Grótta og Stjarnan í sætum 5-7. ÍR er með eitt stig og situr á botni deildarinnar.

  1. umferð lýkur á morgun þegar Stjarnan tekur á móti ÍBV.

Harpa Valey Gylfadóttir í leik Hauka og Selfoss í Olís deild kvenna 05. september 2024
RÚV / Mummi Lú