Júlíus Magnússon hefur verið valinn í íslenska landsliðið í fótbolta sem leikur við Wales og Tyrkland á Laugardalsvelli 11. og 14. október í Þjóðadeild Evrópu. Åge Hareide landsliðsþjálfari valdi upphaflega 23 leikmenn í landsliðshóp Íslands með þeim möguleika að bæta Aroni Einari Gunnarssyni við hópinn. Nú er ljóst að Aron Einar mun ekki koma inn í landsliðið, en Júlíus hefur þess í stað verið kallaður inn sem 24. maður.
Júlíus leikur með Fredrikstad í Noregi en lék áður við góðan orðstír með Víkingi á Íslandi. Júlíus á að baki fimm A-landsleiki go spilaði síðast vináttuleik á móti Svíþjóð í janúar á síðasta ári.