5. október 2024 kl. 16:39
Íþróttir
Fótbolti
Endurkomusigrar hjá Arsenal og City
Fimm leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Bæði Arsenal og Manchester City, sem eru í toppbaráttu, lentu undir í sínum leikjum en komu til baka og náðu í sigur. Arsenal gegn Southampton og City gegn Fulham.
Liðin eru nú bæði stigi frá toppliði Liverpool, sem vann 1-0 gegn Crystal Palace fyrr í dag. Chelsea og Aston Villa eiga leiki á morgun og með sigri þar komast þau stigi frá Arsenal og City.
Úrslit dagsins:
Crystal Palace 0-1 Liverpool
Arsenal 3-1 Southampton
Manchester City 3-2 Fulham
Brentford 5-3 Wolves
Leicester 1-0 Bournemouth
West Ham 4-1 Ipswich
Leikur Everton og Newcastle er nýbyrjaður en það er lokaleikur dagsins.