5. október 2024 kl. 19:53
Íþróttir
Handbolti

Eyjakonur unnu í Garðabænum

Einn leikur var á dagskrá Olísdeildar kvenna í handbolta í dag þegar Stjarnan fékk ÍBV í heimsókn. Gestirnir höfðu betur, 22-25.

Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi en Eyjakonur enduðu hann betur og leiddu 12-14 þegar gengið var til búningsherbergja.

Þær leiddu svo allan seinni hálfleikinn, Stjörnunni tókst reyndar að minnka muninn niður í eitt mark þegar tæplega þrjár mínútur lifðu leiks, en aftur endaði ÍBV hálfleikinn betur og vann að lokum með þremur mörkum.

ÍBV er nú með fimm stig í fjórða sæti, Stjarnan er í því sjötta með tvö stig þegar fjórar umferðir eru búnar af mótinu.