Rúnar Páll Sigmundsson mun ekki halda áfram sem þjálfari Fylkis eftir tímabilið en þetta staðfesti þjálfarinn í viðtali við Fótbolta.net í kvöld.
Ljóst varð að Fylkir fellur úr Bestu deild karla í fótbolta í kvöld eftir að liðið gerði 2-2 jafntefli við HK í dag. Rúnar Páll féll einnig með liðið 2021 en þá tók hann reyndar við liðinu í erfiðri stöðu seint á tímabilinu. Hann kom liðinu beint aftur upp og undir hans stjórn endaði liðið í áttunda sæti í fyrra.
Rúnar Páll fékk rautt spjald þegar HK skoraði jöfnunarmarkið í seint í uppbótartíma og verður því í banni í næstsíðustu umferð. Mögulega fer hann í tveggja leikja bann og ef svo þá hefur hann stýrt sínum síðasta leik fyrir félagið.