13. október 2024 kl. 12:59
Íþróttir
Dans

Hanna Rún og Nikita náðu bronsinu á EM

Dansparið Hanna Rún Bazev Óladóttir og Nikita Bazev náðu í gærkvöld frábærum árangri á Evrópumóti atvinnudansara í latíndönsum. Hanna Rún og Nikita náðu þriðja sæti og unnu þar með til bronsverðlauna á mótinu sem haldið var í Leipzig í Þýskalandi.

Dansparið Hanna Rún Bazev Óladóttir og Nikita Bazev náðu frábærum árangri á Evrópumóti atvinnudansara í latín dönsum 12. október 2024. Leipzig í Þýskalandi.
DSÍ / Dansíþróttasambands Íslands

Dansað var Samba, Cha-cha-cha, Rúmba, Paso Doble og Jive. Nítján danspör voru skráð til leiks og komust sex bestu í úrslit þar sem Hanna Rún og Nikita náðu þriðja sæti.