Nýliðar KR gerðu góða ferð til Þorlákshafnar í kvöld og unnu þar heimamenn í Þór með 97 stigum gegn 92 í Bónusdeild karla í körfubolta.
KR hafði undirtökin lengst af leiknum og voru 51-44 yfir í leikhléi. Vart mátti á milli liðanna sjá í seinni hálfleik og gerðu leikmenn Þórs atlögu í lokin en KR stóð hana af sér og vann.
KR er þá með 4 stig eftir þrjá leiki, eins og Þór, Tindastóll og Höttur.