Fyrrum landsliðsmaðurinn Theódór Elmar Bjarnason er hættur fótboltaiðkun. Theódór verður aðstoðarþjálfari í teymi KR og mun vinna með Óskari Hrafni Þorvaldssyni.
Theódor Elmar Bjarnason og Óskar Hrafn Þorvaldsson takast í hendur.KR
Síðasti leikur Elmars verður gegn HK á laugardaginn kemur. Hann á að baki farsælan feril erlendis og með KR. Elmar lék 41 landsleik fyrir Ísland og lék með liðinu á EM 2016.
„Ég legg skóna sáttur á hilluna eftir farsælan og ógleymanlegan feril. Ég hef fengið að upplifa ólíka menningarheima og geng sáttur frá borði,“ sagði Elmar í yfirlýsingu sem birtist á miðlum KR.