27. október 2024 kl. 18:30
Íþróttir
Fótbolti

Salah tryggði Liverpool jafntefli gegn Arsenal

Arsenal og Liverpool skildu jöfn í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Bukayo Saka kom Arsenal yfir á 9. mínútu en Virgil van Dijk jafnaði fyrir Liverpool níu mínútum síðar. Mikel Merino kom Arsenal aftur yfir undir lok fyrri hálfleiks og það var svo á 81. mínútu sem Mohamed Salah jafnaði fyrir Liverpool í 2-2 sem urðu lokatölur.

epa11687672 Curtis Jones of Liverpool (2-R) in action during the English Premier League soccer match between Arsenal FC and Liverpool FC, in London, Britain, 27 October 2024.  EPA-EFE/NEIL HALL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos, 'live' services or NFTs. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
EPA-EFE / NEIL HALL

Þessi úrslit þýða að Manchester City heldur toppsætinu eftir níundu umferð með 23 stig, stigi ofar en Liverpool sem er í 2. sæti. Arsenal er með 18 stig í 3. sæti.

Úrslit dagsins

Chelsea - Newcastle 2-1
Crystal Palace - Tottenham 1-0
West Ham - Man Utd 2-1
Arsenal - Liverpool 2-2