Arsenal og Liverpool skildu jöfn í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Bukayo Saka kom Arsenal yfir á 9. mínútu en Virgil van Dijk jafnaði fyrir Liverpool níu mínútum síðar. Mikel Merino kom Arsenal aftur yfir undir lok fyrri hálfleiks og það var svo á 81. mínútu sem Mohamed Salah jafnaði fyrir Liverpool í 2-2 sem urðu lokatölur.
EPA-EFE / NEIL HALL
Þessi úrslit þýða að Manchester City heldur toppsætinu eftir níundu umferð með 23 stig, stigi ofar en Liverpool sem er í 2. sæti. Arsenal er með 18 stig í 3. sæti.
Úrslit dagsins
Chelsea - Newcastle 2-1 Crystal Palace - Tottenham 1-0 West Ham - Man Utd 2-1 Arsenal - Liverpool 2-2