31. október 2024 kl. 21:25
Íþróttir
Körfubolti

Ekkert fær Stjörnumenn stöðvað

Stjarnan hefur unnið alla fimm leiki sína í efstu deild karla í körfubolta. Liðið bar í kvöld sigurorð af Grindavík, 104-98. Orri Gunnarsson var stigahæstur í liði Stjörnunnar með 28 stig og DeAndrea Kane leiddi Grindvíkinga með 26 stigum og tíu fráköstum.

Ægir Þór Steinarsson í leik með Stjörnunni í efstu deild í körfubolta tímabilið 2024/25
Ægir Þór Steinarsson hefur hafið tímabilið af krafti.Mummi Lú

Álftanes vann ÍR með sex stiga mun, 93-87. Þá hafði Njarðvík betur gegn Val, 101-94. Tindastóll vann stórsigur gegn Hetti, 99-59.

Eftir úrslit kvöldsins er Stjarnan í efsta sæti með tíu stig en Tindastóll fylgir á eftir með átta. ÍR og Haukar eru enn án stiga en Þór Þorlákshöfn og Haukar mætast á morgun. Auk þess taka Keflvíkingar á móti KR.

Stöðuna alla má sjá hér.