Stjarnan hefur unnið alla fimm leiki sína í efstu deild karla í körfubolta. Liðið bar í kvöld sigurorð af Grindavík, 104-98. Orri Gunnarsson var stigahæstur í liði Stjörnunnar með 28 stig og DeAndrea Kane leiddi Grindvíkinga með 26 stigum og tíu fráköstum.
Ægir Þór Steinarsson hefur hafið tímabilið af krafti.Mummi Lú
Álftanes vann ÍR með sex stiga mun, 93-87. Þá hafði Njarðvík betur gegn Val, 101-94. Tindastóll vann stórsigur gegn Hetti, 99-59.
Eftir úrslit kvöldsins er Stjarnan í efsta sæti með tíu stig en Tindastóll fylgir á eftir með átta. ÍR og Haukar eru enn án stiga en Þór Þorlákshöfn og Haukar mætast á morgun. Auk þess taka Keflvíkingar á móti KR.