Haukar náðu Fram að stigum í öðru sæti úrvalsdeildar kvenna í handbolta í dag með sigri á ÍBV í Vestmannaeyjum, 20-26. Haukar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 10-12. Rut Arnfjörð Jónsdóttir var markahæst Hauka með sjö mörk.
RÚV / Mummi Lú
Þetta var lokaleikur sjöundu umferðar deildarinnar og eru Haukar með 10 stig eins og Fram, fjórum stigum á eftir toppliðinu Val sem hefur unnið alla sína leiki. ÍBV er með 6 stig í fimmta sæti.