Skæð flensa í leikmannahópnum varð til þess að handboltalið Víðis í Garði þurfti að gefa leik sinn gegn Herði á Ísafirði í fyrstu umferð bikarkeppni karla á föstudag. Eins og greint var frá í gær var Herði úrskurðaður 10-0 sigur og fer Ísafjarðarliðið því áfram í 16 liða úrslit.
„Flestir af leikmönnum okkar upplýstu mig það skömmu fyrir fyrirhugað ferðalag til Ísafjarðar að þeir gætu ekki ferðast vegna skæðrar flensu,“ sagði Orfeus Andreou, leikmaður og stofnandi handboltaliðs Víðis í svari við fyrirspurn RÚV.
RÚV / Magnús Atli Magnússon
Víðir hafði aldrei teflt fram handboltaliði þar til Orfeus stofnaði liðið í fyrra. Víðir er eina handboltaliðið á Reykjanesskaga.