8. nóvember 2024 kl. 21:38
Íþróttir
Körfubolti

Höttur hafði betur gegn Val

Fjórir leikir voru á dagskrá Bónusdeildar karla í körfubolta í kvöld.

Á Egilsstöðum tóku Hattarmenn á móti Val og þar höfðu heimamenn betur, 83-70. Höttur náði 19 stiga forystu í fyrsta leikhluta en Valsmenn voru búnir að minnka þann mun niður í tvö stig í hálfleik. Höttur kom aftur út af krafti í seinni hálfleikinn og vann að lokum 13 stiga sigur.

Haukar voru nálægt því að ná í sín fyrstu stig í vetur en liðið glutraði forystu sinni niður gegn Álftanesi í lokaleikhlutanum og Álftanes vann, 86-91.

Þá vann KR Njarðvík, 86-80, og Keflavík hafði betur gegn ÍR, 79-91.

Staðan í deildinni.