Grótta vann ÍBV með tólf mörkum í efstu deild kvenna í handbolta í dag. Grótta var þremur mörkum yfir í hálfleik, 16-13. Seinni hálfleikur var eign Gróttukvenna frá upphafi en munurinn varð níu mörk í stöðunni 25-16 og svo loks tólf mörk þegar upp var staðið, 31-19.
Ída Margrét fór mikinn í Eyjum.RÚV / Mummi Lú
Nýliðar Gróttu voru í neðsta sæti deildarinnar en jöfnuðu nú Stjörnuna og ÍR að stigum í 6. til 8. sæti með fjögur stig. ÍBV er í fimmta sæti með tveimur stigum meira.
Ída Margrét Stefánsdóttir leiddi Gróttu í markaskorun með sjö mörk. Birna Berg Haraldsdóttir var markahæst í liði ÍBV með sjö mörk. Þetta var fyrsti leikur Gróttu undir stjórn Júlíusar Þóris Stefánssonar.