15. nóvember 2024 kl. 13:57
Íþróttir
Fótbolti

Fjórar breytingar hjá Þorsteini

Hildur Antonsdóttir, Þorsteinn Halldórsson og Guðný Árnadóttir eftir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeild Evrópu í október 2023
RÚV / Mummi Lú

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tilkynnti í dag val á hópnum sem mætir Kanada og Danmörku í vináttuleikjum á Spáni 29. nóvember og 2. desember.

Fjórar breytingar eru á hópnum frá vináttuleikjunum á móti Bandaríkjunum í október. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, Fanney Inga Birkisdóttir og Bryndís Arna Níelsdóttir koma inn í hópinn í stað Auðar Sveinbjörnsdóttur Scheving, Heiðu Ragneyjar Viðarsdóttur, Ásdísar Karenar Halldórsdóttur og Guðnýjar Árnadóttur.

Landsliðshópinn má sjá í heild sinni hér.