17. nóvember 2024 kl. 13:48
Íþróttir
Handbolti

16-liða úr­slit­in hefj­ast í dag

16 liða úrslit bikarkeppni karla í handbolta hefjast í dag með fjórum leikjum. Úrvalsdeildarliðin Haukar og ÍBV mætast klukkan 16 í beinni útsendingu á RÚV og á sama tíma á Akureyri eigast við Þór og ÍR. Stjarnan og Fjölnir mætast klukkan 17 og klukkan 18:30 hefst leikur Harðar og KA á Ísafirði.

Karlalið Vals sem varð bikarmeistari í handbolta fagnar titlinum fyrir framan áhorfendur í Laugardalshöll
RÚV / Mummi Lú

16 liða úrslitin halda áfram á morgun með leikjum Víkings og Fram annars vegar og HK og Aftureldingar hins vegar. Þeim lýkur svo 9. desember þegar bikarmeistarar Vals fá Gróttu í heimsókn og Selfoss tekur á móti FH.