Sex heimsmet voru slegin á HM í sundi í 25 metra laug í dag.
Summer McIntosh í lauginni í dag.EPA-EFE / Tibor Illyes
Summer McIntosh setti heimsmet í 400 m skriðsundi kvenna á tímanum 3:50,25. Annað metið kom í 50 m flugsundi kvenna er Gretchen Walsh setti heimsmet í tvígang í dag er hún synti á tímanum 23,94.
Þriðja metið kom í 50 m flugsundi karla er Noe Ponti sló sitt eigið heimsmet á tímanum 21,43.
Fjórða metið kom í 200 m fjórsundi kvenna er Kate Douglass sigraði á tímanum 2:01.63. Fimmta heimsmetið var í 4x100 m boðsundi kvenna er bandaríska sveitin synti á tímanum 3:25.01. Bandaríska sveitin í 4x100 m skriðsundi karla setti einnig heimsmet er hún synti á tímanum 3:01.66.