19. desember 2024 kl. 21:17
Íþróttir
Körfubolti

Stjarnan á toppnum inn í nýja árið

Topplið Stjörnunnar heimsótti Njarðvík í einum af fjórum leikjum kvöldsins í úrvalsdeild karla í körfubolta. Eftir góðan annan leikhluta leiddu Garðbæingar í hálfleik, 51-46. Þeir hleyptu heimamönnum aldrei of nálægt sér og unnu að lokum tíu stiga sigur, 100-90.

Önnur úrslit urðu þau að Keflavík vann Þór Þorlákshöfn, 105-86, Höttur vann frábæran útisigur á Álftanesi, 92-89, þá vann KR Grindavík í Vesturbænum. Elleftu umferð lýkur annað kvöld þegar Valur tekur á móti Tindastóli og deildin tekur sér svo jólafrí þar til í byrjun janúar.

Orru Gunnarsson, 2024-10-04 Stjarnan - Valur
RÚV / Mummi Lú