20. desember 2024 kl. 21:18
Íþróttir
Körfubolti

Valur endar árið á sigri

Í lokaleik ársins í Bónusdeild karla í körfubolta hafði Valur betur gegn Tindastóli, 89-80.

Þetta var einungis fjórði sigur ríkjandi Íslandsmeistara Vals á tímabilinu og nú er liðið í 8.-11. sæti með 8 stig. Tindastóll er í öðru sæti með 16 stig, fjórum stigum frá Stjörnunni.

Valsmenn lögðu grunninn að sigrinum með góðum öðrum leikhluta og þeir voru 13 stigum yfir í hálfleik. Þann mun tókst Sauðkrækingum aldrei að vinna upp svo Valur vann níu stiga sigur.

Taiwo Badmus í eldlínunni fyrir liðs Vals gegn Tindastól í Subway deild karla í körfubolta
Taiwo Badmus var stigahæstur í kvöldJón Aðalsteinn

Deildarkeppnin er nú akkúrat hálfnuð og hún snýr aftur eftir jólafrí 2. janúar.

Staðan í deildinni.