Síðasta umferðin fyrir jól í ensku úrvalsdeildarinni klárast í dag. Í Manchester tóku heimamenn í Man. Utd. á móti Bournemouth og freistuðu þess að byggja ofan á góðan sigur á Englandsmeisturum Man. City um síðustu helgi. Það fór hins vegar ekki betur en svo að liðið tapaði 3-0 fyrir sprækum Bournemouth-mönnum og um leið tókst Bournemouth að klífa upp í 5. sæti deildarinnar.
Chelsea hefði getað komist á toppinn með sigri á Everton en Lundúnaliðið endaði á að gera 0-0 jafntefli, fimmta markalausa jafntefli Everton á leiktíðinni. Önnur úrslit urðu þau að Wolves vann Leicester City 3-0 og Fulham og Southampton gerðu markalaust jafntefli.