22. desember 2024 kl. 16:09
Íþróttir
Fótbolti

Manchester United fékk skell en Chelsea gerði jafntefli við Everton

Síðasta umferðin fyrir jól í ensku úrvalsdeildarinni klárast í dag. Í Manchester tóku heimamenn í Man. Utd. á móti Bournemouth og freistuðu þess að byggja ofan á góðan sigur á Englandsmeisturum Man. City um síðustu helgi. Það fór hins vegar ekki betur en svo að liðið tapaði 3-0 fyrir sprækum Bournemouth-mönnum og um leið tókst Bournemouth að klífa upp í 5. sæti deildarinnar.

Chelsea hefði getað komist á toppinn með sigri á Everton en Lundúnaliðið endaði á að gera 0-0 jafntefli, fimmta markalausa jafntefli Everton á leiktíðinni. Önnur úrslit urðu þau að Wolves vann Leicester City 3-0 og Fulham og Southampton gerðu markalaust jafntefli.

epa11789829 Dean Huijsen (R) of Bournemouth celebrates after scoring the opening goal during the English Premier League soccer match between Manchester United and AFC Bournemouth, in Manchester, Britain, 22 December 2024.  EPA-EFE/PETER POWELL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos, 'live' services or NFTs. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
EPA-EFE / Peter Powell