15. janúar 2025 kl. 21:56
Íþróttir
Fótbolti

Arsenal færist nær toppliði Liverpool

Fjórir leikir voru í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Arsenal sigraði Tottenham 2-1 og færði sig þar með nær toppliði Liverpool. Tottenham komst yfir á 25. mínútu en eftir hornspyrnu Arsenal hafnaði boltinn af Dominic Solanke, leikmanni Tottenham, inn í eigið net og staðan þá 1-1. Sigurmarkið kom frá Leandro Tossard fjórum mínútum síðar og lokatölur 2-1, Arsenal í vil.

epa11827234 Declan Rice of Arsenal (2-L) celebrates Leandro Trossard's (2-R) 2-1 goal during the English Premier League match between Arsenal FC and Tottenham Hotspur, in London, Britain, 15 January 2025.  EPA-EFE/DAVID CLIFF EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos, 'live' services or NFTs. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
Leikmenn Arsenal fagna marki.EPA-EFE / DAVID CLIFF

Newcastle tryggði öruggan 3-0 sigur á móti Wolves. Alexander Isak skoraði tvö mörk og kom Newcastle í 2-0. Anthony Gordon skoraði þriðja mark Newcastle.

Önnur úrslit
Everton 0 - 1 Aston Villa
Leicester 0 - 2 Crystal Palace