Tveir leikir voru spilaðir í Bónusdeild karla í körfubolta í kvöld. KR mætti Þór Þorlákshöfn og ÍR sigraði topplið Stjörnunnar.
ÍR og Stjarnan byrjuðu jafnt, eftir fyrsta leikhluta var staðan 22-24, Stjörnunni í vil. Þá gaf Stjarnan í og náði öruggri forystu í öðrum leikhluta, hálfleikstölur voru 38-50. ÍR mætti beittara til leiks og skoraði 32 stig á móti 14 stigum Stjörnunnar í þriðja leikhluta. Eftir fjóra leikhluta stóðu stigin 88-88 og leiknum framlengt. ÍR sigraði að lokum 103-101.
Hákon Örn Hjálmarsson, leikmaður ÍR.RÚV / Tomasz Kolodziejski
Þór byrjaði betur en stigin stóðu 30-24 eftir fyrsta leikhluta. Þá tók KR yfirhöndina og vann að lokum 102-99.