18. janúar 2025 kl. 19:03
Íþróttir
Körfubolti

Njarðvík og Grindavík áfram í VÍS bikarnum

Þrír leikir fóru fram í VÍS bikar kvenna í körfubolta í dag. Njarðvík lagði Tindastól að velli og Grindavík sigraði Stjörnuna. Sigurinn skilaði sæti í undanúrslitum.

Leikur Njarðvíkur og Tindastóls fór spennandi af stað en Njarðvíkingar héldu forystunni út allan leikinn sem lauk með sigri Njarðvíkur, 80-73.

Úr leik Tindastóls og Njarðvíkur í efstu deild körfubolta kvenna tímabilið 2024-25.
Hulda María Agnarsdóttir, leikmaður Njarðvíkur.Mummi Lú

Grindavík byrjaði leikinn af krafti, staðan eftir fyrsta leikhluta var 29-17. Það má segja að þessi kröftuga byrjun hafi tryggt sigurinn. Stjarnan átti góðan kafla í öðrum leikhluta en það dugði þó ekki til. Grindavík sigraði 72-70.

Fyrr í dag tryggði Þór Akureyri sig áfram með sigri á Haukum.

Á morgun eigast við Ármann og Hamar/Þór.