Athugið að þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul

Slóvenía áfram í milliriðil

Slóvenía vann Grænhöfðaeyjar 31-21 í riðli Íslands. Því er ljóst að Slóvenía er komið áfram í milliriðil.

Jóhann Páll Ástvaldsson

,

Þessum viðburði er lokið og því hefur streymið verið fjarlægt.

Slóvenía vann Grænhöfðaeyjar 31-21 í riðli Íslands. Því er ljóst að Slóvenía er komið áfram í milliriðil eftir að hafa unnið Grænhöfðaeyjar og Kúbu. Ísland mætir Kúbu klukkan 19:30 í kvöld og getur fylgt Slóveníu milliriðil.

Það stefnir því allt í úrslitaleik um efsta sætið í riðlinum gegn Slóveníu á mánudagskvöld. Það þýðir að það lið sem vinnur þann leik tekur stig með sér í milliriðil. Þau stig gætu reynst ansi dýrmæt upp á að komast í átta liða úrslit mótsins.

Þar sem Ísland vann Grænhöfðaeyjar með meiri mun en Slóvenar er ljóst að jafntefli gefur Íslandi efsta sætið. Það skiptir þó engu upp á hversu mörg stig fara með liðinu í milliriðil. Þau verða annað hvort tvö, eitt eða ekkert eftir því hvernig leikurinn fer á mánudaginn.

En fyrst er það vitaskuld Kúba í kvöld.