18. janúar 2025 kl. 22:05
Íþróttir
HM í handbolta 2025

Þjóðin kaus Viktor Gísla bestan

Úr leik Frakklands og Íslands á EM karla í handbolta 2024.
Viktor Gísli.EPA

Áhorfendur kusu Viktor Gísla Hallgrímsson sem mann leiksins í sigurleik Íslands gegn Kúbu  í gegnum RÚV stjörnur appið. Áhorfendum gefst kostur á að veita strákunum okkar stjörnugjöf í hverjum leik. Viktor varði 8 skot og var með 47% markvörslu, en hann spilaði einungis fyrri hálfleikinn.

Annar í kosningunni var Elliði Snær Viðarsson, en hann skoraði fimm mörk úr jafn mörgum skotum og var valinn maður leiksins af mótshöldurum í leiks lok.

Þriðji var svo Þorsteinn Leó Gunnarsson, en hann átti góða innkomu og skoraði 5 mörk úr jafn mörgum skotum.

Áhorfendur voru sammála sérfræðingum Stofunnar sem velja alltaf þrjá bestu leikmenn í hverjum leik.