Manchester City vann 3-1 sigur á Chelsea í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Noni Madueke kom Chelsea yfir strax á þriðju mínútu en Josko Gvardiol jafnaði fyrir heimamenn skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Erling Haaland náði forystunni fyrir Man City á 68. mínútu og hann lagði svo upp þriðja markið fyrir Phil Foden á 87. mínútu.
EPA-EFE / TIM KEETON
Man City virðist vera að ná vopnum sínum á ný eftir að hafa lent í brasi. Meistararnir eru komnir upp í fjórða sæti með 41 stig, upp fyrir Newcastle sem er með jafnmörg stig og upp fyrir Chelsea sem er í 6. sæti, stigi neðar.