25. janúar 2025 kl. 19:26
Íþróttir
Fótbolti

Man City upp í fjórða sæti með sigri á Chelsea

Manchester City vann 3-1 sigur á Chelsea í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Noni Madueke kom Chelsea yfir strax á þriðju mínútu en Josko Gvardiol jafnaði fyrir heimamenn skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Erling Haaland náði forystunni fyrir Man City á 68. mínútu og hann lagði svo upp þriðja markið fyrir Phil Foden á 87. mínútu.

epa11852868 Erling Haaland (C) of Manchester City celebrates scoring the 2-1 lead during the English Premier League match between Manchester City and Chelsea, in Manchester, Britain, 25 January 2025.  EPA-EFE/TIM KEETON EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos, 'live' services or NFTs. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
EPA-EFE / TIM KEETON

Man City virðist vera að ná vopnum sínum á ný eftir að hafa lent í brasi. Meistararnir eru komnir upp í fjórða sæti með 41 stig, upp fyrir Newcastle sem er með jafnmörg stig og upp fyrir Chelsea sem er í 6. sæti, stigi neðar.

Fimm leikir fóru fram í deildinni fyrr í dag.