Viggó brýtur sér leið gegn um króatísku vörnina.EPA-EFE / ANTONIO BAT
Viggó Kristjánsson var markahæstur Íslendinga á heimsmeistaramóti karla í handbolta. Þátttöku Íslands er lokið en liðið varð í 9. sæti, hársbreidd frá sæti í átta liða úrslitum.
Viggó var í stærra hlutverki í hægri skyttustöðunni en oft áður vegna fjarveru Ómars Inga Magnússonar.
Viggó skoraði alls 32 mörk í leikjunum sex, eða 5,33 mörk að meðaltali. Orri Freyr Þorkelsson fylgdi næstur á eftir með 27 mörk en Aron Pálmarsson var þriðji markahæstur með 20 mörk.
Viggo er í 19. sæti yfir markahæstu menn mótsins hingað til. Mathias Gidsel er markahæstur með 49 mörk.