27. janúar 2025 kl. 16:06
Íþróttir
HM í handbolta 2025

Viggó markahæstur Íslendinga á HM

epa11850486 Iceland's Viggo Kristjansson (L) in action against Croatia's Marin Sipic (R) during the IHF Men's Handball World Championship 2025 Main round match between Croatia and Iceland in Zagreb, Croatia, 24 January 2025.  EPA-EFE/ANTONIO BAT
Viggó brýtur sér leið gegn um króatísku vörnina.EPA-EFE / ANTONIO BAT

Viggó Kristjánsson var markahæstur Íslendinga á heimsmeistaramóti karla í handbolta. Þátttöku Íslands er lokið en liðið varð í 9. sæti, hársbreidd frá sæti í átta liða úrslitum.

Viggó var í stærra hlutverki í hægri skyttustöðunni en oft áður vegna fjarveru Ómars Inga Magnússonar.

Viggó skoraði alls 32 mörk í leikjunum sex, eða 5,33 mörk að meðaltali. Orri Freyr Þorkelsson fylgdi næstur á eftir með 27 mörk en Aron Pálmarsson var þriðji markahæstur með 20 mörk.

Viggo er í 19. sæti yfir markahæstu menn mótsins hingað til. Mathias Gidsel er markahæstur með 49 mörk.

Hér má lesa allt um tölfræði Íslands á mótinu.