Alþjóðlega körfuboltasambandið, FIBA, hefur gefið út að heimsmeistaramót karla eftir tvö ár verður haldið í Katar. HM var fyrst haldið 1950 og hefur verið á fjögurra ári fresti síðan. Í fimmta skipti verður það í Asíu en í það fyrsta í Mið-Austurlöndum.
Ísland hefur aldrei komist á HM en mögulega verður mótið í Katar það fyrsta. Liðið stefnir nú á að komast á þriðja Evrópumótið í röð sem fram fer í ágúst til september.
Katarar hafa verið duglegir að halda íþróttaviðburði undanfarin ár, til að mynda HM í handbolta 2015 og HM í fótbolta 2022.