Sturla Snær Snorrason, Jón Erik Sigurðsson og Tobias Hansen kepptu nýverið í alþjóðlegu svigmóti í Tesido á Ítalíu.
Sturla Snær tók gull á mótinu sem skilar honum 23 FIS-punktum. FIS-punktar eru notaðir til að styrkleikaraða skíðafólk á heimsvísu.
Jón Erik náði þriðja sætinu og 25 FIS-punktum sem er það mesta sem hann hefur fengið á ferlinum. Tobias varð í 27. sæti og náði 48,06 FIS-punktum en það er hans besti árangur þegar kemur að FIS-punktum fyrir svig.
Þeir taka allir þátt í heimsmeistaramótinu í Saalbach í Austurríki. RÚV mun sýna frá mótinu í beinni útsendingu sem fer fram 4. til 16. febrúar.