Newcastle vann 2-0 sigur á Arsenal í seinni leik liðanna í undanúrslitum ensku deildarbikarkeppninnar í fótbolta í kvöld. Jacob Murphy og Anthony Gordon skoruðu mörkin. Newcastle vann fyrri leik liðanna líka 2-0 og einvígið því samanlagt 4-0.
Anthony Gordon fagnar þegar hann kemur Newcastle í 2-0 í kvöld.EPA-EFE / ADAM VAUGHAN
Newcastle er því komið í úrslitaleik deildarbikarkeppninnar á Wembley og mætir þar annað hvort Liverpool eða Tottenham sem mætast í seinni leik sínum á morgun. Tottenham vann fyrri leikinn 1-0. Úrslitaleikurinn verður svo á Wembley 16. mars.