Stjarnan fékk Grindavík í heimsókn í Bónusdeild kvenna í körfubolta í kvöld þar sem liðin skiptust á að taka forystuna en Grindvíkingar höfðu að lokum betur.
Grindavík byrjaði leikinn betur í fyrsta leikhluta og komst í stöðuna 10-16. Þá veitti Stjarnan mótspyrnu og jafnaði leika. Staðan í lok fyrsta leikhluta var 20-18 fyrir Stjörnuna. Grindavík náði þá yfirhöndinni að nýju en stigin stóðu í 29-37 þegar liðin gengu til búningsklefa.
Úr leik Grindavíkur í efstu deild kvenna í körfubolta.Mummi Lú
Þá jókst spennan í þriðja leikhluta en Stjarnan náði þegar mest lét fjögurra stiga forystu. Leiknum lauk þó með sigri gestanna 62-66.