ÍSÍ úthlutaði í dag 300 milljónum króna í afreksstarf sérsambanda sinna. Þessi fjárveiting er viðbót við hina árlegu fjárveitingu úr afrekssjóði ÍSÍ. Þetta er gert vegna innleiðingar á nýju fyrirkomulagi afreksstarfs, sem byggir á vinnu starfshóps mennta- og barnamálaráðuneytis.
Hæsta styrkinn eins og oft áður fær HSÍ. HSÍ fær rúmar 54 milljónir króna. KKÍ fær tæpa 31 milljón og FSÍ rúmar 28 milljónir. Næst kemur KSÍ með 24,6 milljónir. Mbl.is segir þetta vera í fyrsta sinn í 7 ár sem KSÍ fær styrk úr afrekssjóði.