Aston Villa og Liverpool gerðu 2-2 jafntefli í eina leik kvöldsins ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Mohamed Salah kom Liverpool yfir en Youri Tielemans og Ollie Watkins komu Aston Villa í 2-1 fyrir lok fyrri hálfleiks. Trent Alexander-Arnold jafnaði svo fyrir Liverpool á 61. mínútu.
EPA-EFE / TIM KEETON
Liverpool er nú með átta stiga forystu á toppi deildarinnar, 61 stig, en Arsenal sem er í öðru sæti á leik til góða og gæti minnkað forystuna niður í fimm stig. Aston Villa er með 39 stig í níunda sæti.