19. febrúar 2025 kl. 21:29
Íþróttir
Fótbolti

Liverpool í 8 stiga forystu eftir jafntefli

Aston Villa og Liverpool gerðu 2-2 jafntefli í eina leik kvöldsins ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Mohamed Salah kom Liverpool yfir en Youri Tielemans og Ollie Watkins komu Aston Villa í 2-1 fyrir lok fyrri hálfleiks. Trent Alexander-Arnold jafnaði svo fyrir Liverpool á 61. mínútu.

epa11908558 Aston Villa goalkeeper Emiliano Martinez (R) in action against Virgil van Dijk of Liverpool during the English Premier League match between Aston Villa and Liverpool FC, in Birmingham, Britain, 19 February 2025.  EPA-EFE/TIM KEETON EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos, 'live' services or NFTs. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
EPA-EFE / TIM KEETON

Liverpool er nú með átta stiga forystu á toppi deildarinnar, 61 stig, en Arsenal sem er í öðru sæti á leik til góða og gæti minnkað forystuna niður í fimm stig. Aston Villa er með 39 stig í níunda sæti.