21. febrúar 2025 kl. 13:53
Íþróttir
Körfubolti

Kjartan Freyr og Kristinn bítast um for­manns­stólinn

Kjartan Freyr Ásmundsson, formaður Íslensks Toppkörfubolta, hagsmunasamtaka körfuknattleiksfélaga landsins ætlar að bjóða sig fram til formanns Körfuknattleikssambands Íslands. Þetta herma heimild RÚV.

Áður hafði Vísir.is greint frá því að Kristinn Albertsson, fyrrum dómari ætlaði að bjóða sig fram. Framboðsfrestur til formannskjörs rennur út á miðnætti í kvöld en ársþing KKÍ fer síðan fram 15. mars næstkomandi.

KKÍ