Hamar/Þór vann mikilvægan sigur á Tindastóli í Bónusdeild kvenna í körfubolta í dag. Með sigrinum færðist liðið upp í áttunda sæti deildarinnar með fjórtán stig. Tindastóll er í því sjötta með sextán.
Mummi Lú
Leikurinn hófst jafnt en staðan eftir fyrsta leikhluta var 21-21. Hamar/Þór náði forskoti í öðrum leikhluta sem kom þeim langt. Leikurinn var mjög jafn þaðan af en lokatölur urðu 77-72 fyrir Hamar/Þór.