Athugið að þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul

Beint: Daníel Ingi keppir í langstökki á EM

Jóhann Páll Ástvaldsson

Þessum viðburði er lokið og því hefur streymið verið fjarlægt.

Evrópumótið í frjálsíþróttum hefst í dag. Mótið stendur yfir frá 6. til 9. mars og er sýnt beint á RÚV. Daníel Ingi Egilsson stígur á stokk fyrir Íslendinga í kvöld.

Útsendingin er á vefnum frá 18:00 til 21:00.

Daníel Ingi Egilsson í forkeppni í langstökki klukkan 19:30.

Úrslit fara fram í einni grein í kvöld. Þar verður keppt í 4x400 metra hlaupi í blandaðri keppni klukkan 20:47.

Öll útsending kvöldsins verður endursýnd á RÚV 2 að undanúrslitum karla í blaki loknum, klukkan 22:25.

Erna Sóley Gunnarsdóttir keppir í forkeppni í kúluvarpi laugardaginn 8. mars klukkan 09:50. Úrslitin eru sunnudaginn 9. mars komist hún í þau.

Baldvin Þór Magnússon keppir í undanriðlum í 3000 metra hlaupi karla laugardaginn 8. mars klukkan 11:45. Úrslitin eru sunnudaginn 9. mars komist hann í þau.