Njarðvík vann Tindastól 101-90 í toppslag næst síðustu umferðar úrvalsdeildar karla í körfubolta í kvöld. Eftir sigurinn er Njarðvík nú aðeins tveimur stigum á eftir toppliðunum Tindastóli og Stjörnunni. Stjarnan á leik til góða og getur með sigri á Keflavík annað kvöld náð toppsætinu af Tindastóli fyrir lokaumferðina.
Dominykas Milka var stigahæstur Njarðvíkinga með 26 stig.Mummi Lú
Valur vann sjöunda deildarsigurinn i röð með stórsigri á Grindavík og er i fjórða sæti, tveimur stigum á eftir Njarðvík.