15. mars 2025 kl. 19:33
Íþróttir
Fótbolti

Haaland sló met í enska boltanum

Fimm leikir fóru fram í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta í dag. Manchester City fékk Brighton í heimsókn en liðin skildu jöfn 2-2 eftir að heimamenn misstu forystuna í tvígang. Einungis eitt stig skilur liðin að, City er í fimmta sæti deildarinnar með 48 stig og Brighton í því sjöunda með 47.

Erling Haaland setti met í ensku úrvalsdeildinni þegar hann varð fyrstur til þess að skora eða leggja upp 100 mörk í undir 100 leikjum.

epa11966328 Erling Haaland of Manchester City prepares to take a penalty during the English Premier League match between Manchester City and Brighton & Hove Albion, in Manchester, Britain, 15 March 2025.  EPA-EFE/ADAM VAUGHAN EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos, 'live' services or NFTs. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
Erling Haaland skoraði úr víti.EPA-EFE / ADAM VAUGHAN

Þá var markaveisla þegar Ipswich tók á móti Nottingham Forest en Forest vann 2-4 sigur. Nottingham Forest er í þriðja sæti.

Önnur úrslit

Everton 1 - 1 West Ham
Southampton 1 - 2 Wolverhampton
Bournemouth 1 - 2 Brentford